Golf

Axel fór upp um 13 sæti á lokahringnum og náði sínum besta árangri í ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel lék á fimm höggum undir pari í dag.
Axel lék á fimm höggum undir pari í dag. mynd/gsimyndir.net/seth

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, endaði í 2. sæti á Ahus KGK Pro/Am mótinu í Svíþjóð. Þetta er besti árangur hans á Nordic Golf mótaröðinni í ár.

Axel lék manna best á lokahringnum í dag, eða á fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla á hringnum og tapaði aðeins einu höggi.

Hann fór upp um 13 sæti, úr því fimmtánda í 2. sætið sem hann deildi með Dananum Nicolai Kristensen. Þeir voru báðir á samtals þremur höggum undir pari, fimm höggum á eftir sigurvegaranum Jesper Kennegård frá Svíþjóð.

Fyrir mótið var Axel í 29. sæti á stigalista Nordic Tour mótaraðarinnar. Hann fer væntanlega upp um nokkur sæti eftir árangur helgarinnar.

Haraldur Franklín Magnús endaði í 39. sæti á níu samtals höggum yfir pari.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.