Golf

Justin Thomas með öruggan sigur á BMW Championship

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina.
Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina. vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship mótinu í golfi sem fram fór í Medinah, Illinois um helgina en mótið er hluti af úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar.

Thomas spilaði frábært golf og bætti vallarmetið í tvígang á mótinu og lauk keppni á samtals 25 höggum undir pari, þremur höggum á undan Patrick Cantlay sem hafnaði í öðru sæti.

Sigurinn fleytir Thomas í efsta sæti FedEx listans fyrir lokamót ársins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.