Golf

Justin Thomas með öruggan sigur á BMW Championship

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina.
Justin Thomas spilaði frábært golf um helgina. vísir/getty

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship mótinu í golfi sem fram fór í Medinah, Illinois um helgina en mótið er hluti af úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar.

Thomas spilaði frábært golf og bætti vallarmetið í tvígang á mótinu og lauk keppni á samtals 25 höggum undir pari, þremur höggum á undan Patrick Cantlay sem hafnaði í öðru sæti.

Sigurinn fleytir Thomas í efsta sæti FedEx listans fyrir lokamót ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.