Golf

Haraldur tveimur höggum frá toppnum fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. VÍSIR/GETTY
Haraldur Franklín Magnús er í þriðja sætinu á Bråviken Open-mótinu sem fer fram í Noregi en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.Haraldur spilaði fyrsta hringinn á 65 höggum og spilaði einu höggi verra í dag. Hann fékk einn örn, fimm fugla og svo einn skolla.Hann er því samanlagt á 131 höggum eftir hringina tvo og er samtals á þrettán höggum undir pari en forystusauðirnir eru á fimmtán höggum undir pari.Síðasti hringurinn fer fram á morgun og er því Haraldur Franklín í góðu tækifæri að ná sér í verðlaun í Noregi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.