Golf

Haraldur tveimur höggum frá toppnum fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. VÍSIR/GETTY

Haraldur Franklín Magnús er í þriðja sætinu á Bråviken Open-mótinu sem fer fram í Noregi en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur spilaði fyrsta hringinn á 65 höggum og spilaði einu höggi verra í dag. Hann fékk einn örn, fimm fugla og svo einn skolla.

Hann er því samanlagt á 131 höggum eftir hringina tvo og er samtals á þrettán höggum undir pari en forystusauðirnir eru á fimmtán höggum undir pari.

Síðasti hringurinn fer fram á morgun og er því Haraldur Franklín í góðu tækifæri að ná sér í verðlaun í Noregi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.