Enski boltinn

Mamma Maguire skrifar hjartnæmt tíst eftir skipti sonarins til Man. Utd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire glaður í búningi Man. Utd.
Harry Maguire glaður í búningi Man. Utd. vísir/getty
Harry Maguire varð í dag dýrasti varnarmaðurinn í sögunni er hann skrifaði undir sex ára samning við Manchester United.

Enski landsliðsmiðvörðurinn kemur til félagsins frá Leicester þar sem hann hafði leikið síðan 2017 en hann ólst upp hjá Sheffield United.

Þegar sögurnar fóru af stað að Man. Utd vildi fá Maguire vildi hann strax ólmur komast til félagsins en hann hélt með liðinu í æsku.





Mamma Maguire, Zoe Maguire, birti skemmtilegt tíst á Twitter-síðu sinni í dag eftir skiptin þar sem hún birtir mynd af ungum Maguire í búningi Manchester United.

Þar skrifar hún að „þegar sonur þinn dreymir um að spila með Man. Utd sem lítill drengur og þú vaknar einn morguninn og það er að gerast.“

Maguire getur leikið sinn fyrsta leik um næstu helgi er enska úrvalsdeildin fer af stað. Man. Utd mætir Chelsea í stórleik fyrstu umferðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×