Golf

Ólafía fékk boð á Opna skoska og tekur ekki þátt á Íslandsmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari.
Ólafía Þórunn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tekur ekki þátt á Íslandsmótinu í golfi um helgina.

Hún fékk óvænt boð um að taka þátt á Opna skoska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður því af þátttöku hennar á Íslandsmótinu sem hefst einnig á fimmtudaginn á Grafarholtsvelli, heimavelli Ólafíu.

Opna skoska er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Valdís Þóra Jónsdóttir tekur líka þátt á Opna skoska sem fer fram á Renaissance-vellinum við North Berwick í Skotlandi.

Ólafía hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast 2017. Hún var hér á landi í gær og tók þátt í Einvíginu á Nesinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.