Golf

Andri Már og Hlynur efstir en Íslandsmeistarinn er fimm höggum á eftir þeim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mynd/gsímyndir

Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina.

Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega.

Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag.

Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.

Staða efstu manna:
1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2)
1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2)
3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1)
3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1)
3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1)
3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1)
3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1)
3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1)
9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par)
9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par)
9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par)
9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.