Golf

Frábær hringur hjá Andra sem er kominn á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. vísir/vilhelm

Andri Þór Björnsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er með tveggja högga forystu eftir annan hring á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholtinu um helgina.

Andri Þór var höggi á eftir forystusauðunum eftir fyrsta hringinn í gær en spilaði frábært golf í dag.

Hann spilaði á fjórum höggum undir pari og tók toppsætið en samtals er hann á sex höggum undir pari.

Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er í öðru sætinu en hann hefur spilað fyrstu tvo hringina á tveimur höggum undir pari.

Viktor Ingi Einarsson, Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Haraldur Franklín Magnús eru svo jafnir í þriðja sætinu en þeir eru allir á samanlagt þremur höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.