Golf

Frábær hringur hjá Andra sem er kominn á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. vísir/vilhelm
Andri Þór Björnsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er með tveggja högga forystu eftir annan hring á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholtinu um helgina.

Andri Þór var höggi á eftir forystusauðunum eftir fyrsta hringinn í gær en spilaði frábært golf í dag.

Hann spilaði á fjórum höggum undir pari og tók toppsætið en samtals er hann á sex höggum undir pari.

Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er í öðru sætinu en hann hefur spilað fyrstu tvo hringina á tveimur höggum undir pari.

Viktor Ingi Einarsson, Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Haraldur Franklín Magnús eru svo jafnir í þriðja sætinu en þeir eru allir á samanlagt þremur höggum undir pari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.