Donald Trump: „Hvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2019 15:44 Trump ásamt eftirlifendum trúarlegs ofstækis á fundi í Hvíta húsinu. getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér. Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér.
Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira