Golf

Ragnhildur og Axel stóðu uppi sem sigurvegararar í Hvaleyrabikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur og Axel með bikaranna.
Ragnhildur og Axel með bikaranna. mynd/gsí
Axel Bóasson, úr GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-mótinu, Hvaleyrabikarnum, sem fór fram á Hvaleyrinni um helgina.Axel var í engum vandræðum á heimavelli og spilaði frábært golf á hringjunum þremur. Það skilaði honum tólf höggum undir pari og var tíu höggum á undan næstu mönnum.Aron Snær Júlíusson, Tumi Hrafn Kúld og Hlynur Bergsson voru allir á tveimur höggum undir pari og áttu ekki roð í magnaðan Axel á heimavelli.Í kvennaflokki var hins vegar meiri spenna. Ragnhildur Kristinsdóttir vann eftir mikla spennu en hún var einu höggi á undan heimastúlkunni, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.Fyrir síðustu holuna hafði Ragnhildur fjögurra högga forystu og spilaði hún átjándu holuna á þremur höggum yfir pari.Hulda Clara Gestsdóttir endaði í þriðja sætinu, fimm höggum á eftir Guðrún og því sex höggum á eftir Ragnhildi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.