Árekstur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar