Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:12 Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun