Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:12 Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun