Opið bréf til heilbrigðisráðherra Reynir Guðmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun