Viðskipti erlent

Emerson Collective eignast hlut í Kerecis

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Laurene Powell Jobs, stofnandi Emerson Collective.
Laurene Powell Jobs, stofnandi Emerson Collective. Steve Jennings/Getty

Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Fjöldi fjárfesta, einkum hluthafar í Kerecis, breytti kröfum á hendur félaginu í hlutafé á gengi í kringum 1.570 krónur á hlut og var samanlagt kaupverð um 732 milljónir.

Emerson Collective, sem eru nefnd í höfuðið á heimspekingnum Ralph Waldo Emerson, fjárfesta aðallega í nýsköpunarfyrirtækjum en samtökin fara einnig meðal annars með hlut í tímaritinu The Atlantic, fréttasíðunni Axios Media og kennslufyrirtækinu Amplify.

Á meðal annarra fjárfesta sem breyttu kröfum sínum á hendur Kerecis í hlutafé voru Omega, í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir 124 milljónir, lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir 45 milljónir króna og sjóðir á vegum GAMMA Capital Management fyrir 109 milljónir en félögin hafa verið í hluthafahópi nýsköpunarfyrirtækisins um nokkurt skeið.

Hlutafé Kerecis hefur verið aukið um þrjátíu prósent á síðustu tveimur mánuðum og stendur nú í 6,2 milljónum hluta. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.