Golf

Nálgast risamótin á annan hátt eftir vonbrigðin á Opna breska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hetjulega baráttu á öðrum hring komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska.
Þrátt fyrir að hetjulega baráttu á öðrum hring komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska. vísir/getty
Eftir að hafa mistekist að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu í golfi segist Rory McIlroy þurfa að nálgast risamótin á annan hátt en hann hefur gert.

Hinn norður-írski McIlroy var talinn líklegastur til að vinna Opna breska en hann olli vonbrigðum á heimavelli. McIlroy náði sér engan veginn á strik á fyrsta hringnum þar sem hann lék á átta höggum yfir pari.

Þrátt fyrir góða spilamennsku á öðrum hringnum, vel studdur af löndum sínum á Royal Portrush-vellinum, komst McIlroy ekki í gegnum niðurskurðinn.

„Ég nálgaðist risamótin í ár eins og hver önnur mót sem þau eru ekki,“ sagði McIlroy.

„Þú þarft að vera með sérstakt hugarfar og undirbúa þig á annan hátt en venjulega. Ég prófaði nýja aðferð í ár sem virkaði ekki. Ég þarf að endurskoða það,“ bætti Norður-Írinn við.

Besti árangur McIlroys á risamóti í ár var 8. sætið á PGA-meistaramótinu. Hann hefur ekki unnið risamót síðan 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×