Hvalreki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun