Doktor Ásgeir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Val á nýjum Seðlabankastjóra hlaut alltaf að verða umdeilt. Starfið er mjög mikilvægt og miklu skiptir að sá sem í þeim stól situr hafi vit og festu til að taka mikilvægar ákvarðanir á ögurstundum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki er annað að sjá en að staðið hafi verið mjög fagmannlega að valinu á dr. Ásgeiri Jónssyni. Hæfisnefnd taldi hann einn fjögurra sem best væru hæfir til að gegna embættinu og eftir viðtöl og yfirferð forsætisráðherrans var hann valinn seðlabankastjóri. Gott mál. Einhverjir hafa stigið fram og talið það mjög óeðlilegt að einstaklingur sem hafði unnið í bankakerfinu fyrir hrun tæki við slíku embætti. Eins og vanalega eru stór orð látin falla í kommentakerfunum og margir reiðir og æstir. Ég er mjög ósammála slíku tali. Embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsaka þau brot sem hugsanlega voru framin í aðdraganda hrunsins eða í hamförunum sem því fylgdu. Það var nauðsynlegt að gera, en hugmyndin var ekki sú að allir þeir sem höfðu unnið á fjármálamarkaði fyrir árið 2008 og ekki brotið af sér, ættu aldrei að koma aftur að slíkum störfum. Þvert á móti má ætla að ýmsir þeir sem voru í hringiðu þeirra atburða hafi þar öðlast mjög dýrmæta reynslu. Er ekki einmitt skynsamlegt að þjóðfélagið nýti sér reynslu þessara einstaklinga, fremur en að byggja eingöngu á þeim sem litla reynslu hafa og eru þar með jafnvel líklegri til að endurtaka mistökin sem leiddu til hrunsins? Reyndar segja menn að fjármálakreppur komi öllum alltaf á óvart, nema snillingunum sem sáu þær fyrir eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Val á nýjum Seðlabankastjóra hlaut alltaf að verða umdeilt. Starfið er mjög mikilvægt og miklu skiptir að sá sem í þeim stól situr hafi vit og festu til að taka mikilvægar ákvarðanir á ögurstundum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki er annað að sjá en að staðið hafi verið mjög fagmannlega að valinu á dr. Ásgeiri Jónssyni. Hæfisnefnd taldi hann einn fjögurra sem best væru hæfir til að gegna embættinu og eftir viðtöl og yfirferð forsætisráðherrans var hann valinn seðlabankastjóri. Gott mál. Einhverjir hafa stigið fram og talið það mjög óeðlilegt að einstaklingur sem hafði unnið í bankakerfinu fyrir hrun tæki við slíku embætti. Eins og vanalega eru stór orð látin falla í kommentakerfunum og margir reiðir og æstir. Ég er mjög ósammála slíku tali. Embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsaka þau brot sem hugsanlega voru framin í aðdraganda hrunsins eða í hamförunum sem því fylgdu. Það var nauðsynlegt að gera, en hugmyndin var ekki sú að allir þeir sem höfðu unnið á fjármálamarkaði fyrir árið 2008 og ekki brotið af sér, ættu aldrei að koma aftur að slíkum störfum. Þvert á móti má ætla að ýmsir þeir sem voru í hringiðu þeirra atburða hafi þar öðlast mjög dýrmæta reynslu. Er ekki einmitt skynsamlegt að þjóðfélagið nýti sér reynslu þessara einstaklinga, fremur en að byggja eingöngu á þeim sem litla reynslu hafa og eru þar með jafnvel líklegri til að endurtaka mistökin sem leiddu til hrunsins? Reyndar segja menn að fjármálakreppur komi öllum alltaf á óvart, nema snillingunum sem sáu þær fyrir eftirá.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar