Formúla 1

Hamilton á ráspól eftir hrakfarir Ferrari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lewis Hamilton í brautinni
Lewis Hamilton í brautinni vísir/getty

Lewis Hamilton verður á ráspól þegar þýski kappaksturinn verður ræstur út í Formúlu 1 á morgun eftir að báðir bílar Ferrari biluðu.

Sebastian Vettel vonaðist eftir því að ná árangri á heimavelli sínum, Ferrari hafði náð bestum árangri á æfingum vikunnar og brautin í Hockenheim hefur í sögunni reynst þeim rauðu vel.

Vettel náði hins vegar ekki að mæla hring þegar tímatakan hófst vegna bilunar í bílnum. Charles Leclerc var því eftir sem eina von Ferrari að berjast um ráspól, en þegar komið var í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar þá náði hann heldur ekki að setja tíma, aftur vegna bilunar.
Eftir stóð að Hamilton og liðsfélagi hans Valtteri Bottas börðust við Max Verstappen um ráspólinn.

Heimsmeistarinn Hamilton náði besta tímanum á 1:11,767 mínútum. Verstappen á Red Bull bílnum varð annar og Bottas þriðji. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Hamilton nær ráspól á þessari braut.

Kappaksturinn á Hockenheimbrautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12:50.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.