Golf

Suður-kóreskir kylfingar í fjórum efstu sætunum eftir fyrstu þrjá hringina á Evian-meistaramótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag.
Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag. vísir/getty
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins.Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum.Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari.Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum.Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag.Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti.Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.