Sumarið í glasinu Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun