Körfubolti

Blikar næla sér í bandarískan leikmann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Violet Kapri Morrow.
Violet Kapri Morrow. Facebook/Breiðablik

Breiðablik hefur styrkt lið sitt fyrir Dominos deildina á næstu leiktíð með bandaríska leikmanninum Violet Kapri Morrow.

Kópavogsliðið verður meðal þátttakenda í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni á síðustu leiktíð en Stjarnan gaf eftir sæti sitt í efstu deild og halda Blikar því áfram meðal þeirra bestu.

Í tilkynningu Blika segir að Morrow sé fjölhæfur leikmaður sem geti leyst margar stöður á vellinum en hún er 180 sentimetrar á hæð.

Morrow skilaði 18 stigum að meðaltali í leik ásamt því að taka 6,5 fráköst að meðaltali á sínu síðasta tímabili í háskólaboltanum í heimalandinu þar sem hún lék með Eastern Washington háskólanum í Big Sky deildinni í NCAA 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.