Lof mér að keyra Jóhannes Stefánsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar