Formúla 1

Vilja færa Silverstone-kappaksturinn svo hann þurfi ekki að deila athyglinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lewis Hamilton fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í breska kappakstrinum í gær.
Lewis Hamilton fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í breska kappakstrinum í gær. vísir/getty

Formúla 1 ætlar líklega að færa breska kappaksturinn á Silverstone á næsta ári svo hann skarist ekki á við aðra stóra íþróttaviðburði. Daily Mail greinir frá.

Þrír stórir íþróttaviðburðir fóru fram á Englandi í gær; breski kappaksturinn, úrslitaleikur einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis og úrslitaleikur Englands og Nýja-Sjálands á HM í krikket.

Kappaksturinn á Silverstone féll í skuggann af hinum viðburðunum, sérstaklega sögulegum úrslitaleik Novaks Djokovic og Rogers Federer á Wimbledon.

Hæstráðendur hjá Formúlu 1 vilja koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á næsta ári. Úrslitaleikurinn á EM í fótbolta karla fer fram á Wembley 12. júlí á næsta ári og því verður breski kappaksturinn að öllum líkindum færður til.

Breski kappaksturinn mun líklega fara fram síðasta sunnudaginn í júní og austurríski kappaksturinn færist þá yfir á miðjan júlí.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli í gær en enginn hefur unnið breska kappaksturinn oftar en hann, eða sex sinnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.