Kröftugar vaxtalækkanir hjá nýjum seðlabankastjóra? Birgir Haraldsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun