Bíó og sjónvarp

Harry Styles orðaður við Litlu Hafmeyjuna

Andri Eysteinsson skrifar
Breski söngvarinn og leikarinn Harry Style
Breski söngvarinn og leikarinn Harry Style Getty/Rich Fury

Breski söngvarinn og leikarinn Harry Styles sem var áður á meðal meðlima hljómsveitarinnar One Direction er talinn líklegur til þess að hreppa hlutverki Eiríks prins Danmerkur í leikinni endurgerð Disney á Litlu Hafmeyjunni.

Nýverið var greint frá því að leikkonan Halle Bailey hafi verið ráðin í hlutverk hafmeyjuprinsessunnar litlu, Aríelar.

Styles hefur hingað til verið langþekktastur fyrir söng sinn og tónlist en auk veru sinnar í One Direction hefur hann vakið mikla lukku á sóloferli sínum. Styles hefur þá einnig reynt fyrir sér í leiklistinni en hann var í stóru hlutverki í óskarsverðlaunamyndinni Dunkirk, leikstýrðri af Christopher Nolan sem kom út árið 2017.

Það var hans fyrsta kvikmyndahlutverk og hlaut myndin Dunkirk meðal annars verðlaun sem besta mynd ársins 2017. Því hafa allar myndir sem hann leikur í unnið þessi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndabransans því í raun ótrúlegt að ekki skuli vera búið að ráða söngvarann breska.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.