Bjarni Ófeigur fór fyrir íslenska liðinu í sigri á Argentínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 15:42 Strákarnir í 21 árs landsliðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á HM. Mynd/HSÍ Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1 Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1
Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira