Tylliástæður Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun