Tylliástæður Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun