Viðskipti erlent

Apple ákveður að skipta um lyklaborð á MacBook

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fallegt lyklaborð á útleið.
Fallegt lyklaborð á útleið. Nordicphotos/AFP

Bandaríski tæknirisinn Apple ætlar sér að skipta út lyklaborðshönnuninni sem finna hefur mátt á MacBook-fartölvum frá árinu 2015. Þetta hafði tæknimiðillinn The Verge eftir greinandanum Ming-Chi Kuo. Síður á borð við 9to5Mac og MacRumors hafa sagt sömu sögu.

Hinn svokallaði fiðrildarofi (e. butterfly switch) sem hefur einkennt lyklaborðin er á útleið og segir The Verge það meðal annars vera vegna þess hversu óáreiðanlegir rofarnir eru. Ryk hafi ítrekað komist inn í rofana og þannig eyðilagt þá.

Apple baðst í maímánuði afsökunar á því hversu óáreiðanleg lyklaborðin eru. „Við erum meðvituð um að afmarkaður hópur notenda á í erfiðleikum með þriðju kynslóð fiðrildalyklaborða og biðjumst afsökunar á því,“ sagði í yfirlýsingu þar sem einnig sagði að flestir væru þó ánægðir með lyklaborðin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.