Viðskipti erlent

Apple virðist vera að hanna samlokusíma

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Finna má ný einkaleyfi fyrirtækisins á sveigjanlegu skjáefni, hjörum og öðru.
Finna má ný einkaleyfi fyrirtækisins á sveigjanlegu skjáefni, hjörum og öðru. VÍSIR/GETTY

Bandaríski tæknirisinn Apple virðist vera að hanna nýjan samlokusíma til þess að keppa við Samsung Galaxy Fold og aðra sambærilega samanbrjótanlega snjallsíma sem stærstu framleiðendur heims hafa kynnt að undanförnu. Frá þessu greindi tæknimiðillinn Tom‘s Guide í gær.

Apple hefur að undanförnu fengið fjölda einkaleyfa sem greinilega eru hugsuð fyrir samlokusíma. Finna má ný einkaleyfi fyrirtækisins á sveigjanlegu skjáefni, hjörum og öðru. Þá fékk Apple einkaleyfi á sveigjanlegri rafhlöðuhönnun í mars á síðasta ári.

Samkvæmt Tom‘s Guide má rekja þessa þróun í átt að samlokusímum til þess að hefðbundnir snjallsímar þykja ekki spennandi lengur. Það má sjá á sölutölum sem hafa ýmist staðið í stað eða hreinlega lækkað á heimsvísu að undanförnu. Og miðað við að neytendur horfa á sífellt meira myndefni á snjallsímum gæti samlokusími, með mun stærri skjá en hefðbundnir símar, reynst vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.