Viðskipti erlent

iTunes kveður eftir átján ára samfylgd

Sylvía Hall skrifar
Tilkynnt var um breytinguna á mánudag.
Tilkynnt var um breytinguna á mánudag. Vísir/Getty
Apple tilkynnti á mánudag að tónlistarforritinu iTunes yrði skipt út fyrir þrjú ný forrit. Eitt forrit fyrir hlaðvörp, annað fyrir kvikmyndir og hið þriðja fyrir tónlist líkt og er nú í iPhone og iPad. CNN greinir frá.iTunes hefur fylgt Apple-vörum notenda frá árinu 2001 og kannast því langflestir við tónlistarforritið sem umbylti því hvernig fólk hlustaði á tónlist á sínum tíma. Í gegnum iTunes gat fólk keypt nýja tónlist, brennt geisladiska og búið til spilunarlista með sínum uppáhalds lögum sem þótti nýlunda á þeim tíma.iTunes kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir átján árum og fylgdi iTunes Store tveimur árum síðar. Þar gátu notendur keypt tónlist beint í símann sinn og tónhlöður. Á þeim tíma börðust margir tónlistarmenn við það að vinna gegn ólöglegu niðurhali og var þetta því góður kostur fyrir fólk sem vildi kaupa tónlist á löglegan hátt í góðum gæðum.Notendur munu áfram geta keypt tónlist í gegnum iTunes Store og gildir það sama um kvikmyndaforritið þar sem notendum stendur til boða að kaupa kvikmyndir og sjónvarpsþætti.


Tengdar fréttir

Snjallsímar í frjálsu falli

Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.