Viðskipti erlent

iTunes kveður eftir átján ára samfylgd

Sylvía Hall skrifar
Tilkynnt var um breytinguna á mánudag.
Tilkynnt var um breytinguna á mánudag. Vísir/Getty

Apple tilkynnti á mánudag að tónlistarforritinu iTunes yrði skipt út fyrir þrjú ný forrit. Eitt forrit fyrir hlaðvörp, annað fyrir kvikmyndir og hið þriðja fyrir tónlist líkt og er nú í iPhone og iPad. CNN greinir frá.

iTunes hefur fylgt Apple-vörum notenda frá árinu 2001 og kannast því langflestir við tónlistarforritið sem umbylti því hvernig fólk hlustaði á tónlist á sínum tíma. Í gegnum iTunes gat fólk keypt nýja tónlist, brennt geisladiska og búið til spilunarlista með sínum uppáhalds lögum sem þótti nýlunda á þeim tíma.

iTunes kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir átján árum og fylgdi iTunes Store tveimur árum síðar. Þar gátu notendur keypt tónlist beint í símann sinn og tónhlöður. Á þeim tíma börðust margir tónlistarmenn við það að vinna gegn ólöglegu niðurhali og var þetta því góður kostur fyrir fólk sem vildi kaupa tónlist á löglegan hátt í góðum gæðum.

Notendur munu áfram geta keypt tónlist í gegnum iTunes Store og gildir það sama um kvikmyndaforritið þar sem notendum stendur til boða að kaupa kvikmyndir og sjónvarpsþætti.


Tengdar fréttir

Snjallsímar í frjálsu falli

Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.