Körfubolti

Lakers klófestir DeMarcus Cousins á eins árs samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
DeMarcus Cousins er á leið til LA.
DeMarcus Cousins er á leið til LA. vísir/getty

DeMarcus Cousins, sem lék með Golden State Warriors á síðustu leiktíð, hefur samið við LA Lakers í NBA-körfuboltanum og mun leika með liðinu á næstu leiktíð.

Þetta hefur ESPN eftir umboðsmanninum, Jeff Schwarts, en Cousins skrifar undir eins árs samning við Lakers eftir að samningur hans við silfurliðið, Golden State, rann út.

Cousins er stórt nafn í NBA-körfuboltanum. Hann hefur fjórum sinnum verið í liði ársins en hann hefur einnig leikið með Sacramento Kings og New Orleans.

Miami hafði áhuga á að klófesta Cousins en leikmenn Lakers, þar á meðal Anthony Davis, hjálpuðu Lakers að landa Cousins sem var funheitur í apríl með Golden State áður en hann meiddist.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.