Íslenska martröðin Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hælisleitendur Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta?
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun