Íslensk list blómstrar í Helsinki Árni Þór Sigurðsson skrifar 9. júlí 2019 08:00 Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar