Golf

Erfiður lokahringur hjá Ólafíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki á strik á Prasco Charity meistaramótinu sem fór fram í Ohio um helgina.

Mótið er hluti af Symetra-mótaröðinni en sú keppni er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum á eftir LPGA mótaröðinni.

Hún var á parinu á fyrstu tveimur hringjunum og komst í gegnum niðurskurðinn en þriðji hringurinn reyndist erfiður í dag.

Hún fékk skolla strax á fyrstu holu og fimmtu holunni fékk hún aftur skolla. Tvöfaldur skolli á fjórtándu og skolli á sautjándu gerðu það að verkum að hún skilaði á fimm yfir pari.

Þegar þetta er skrifað er Ólafía í 50. sætinu í mótinu en ekki eru allir kylfingarnir búnir að klára þriðja hringinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.