Golf

"Hélt að golf væri snobbað og leiðinlegt“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eva María Jónsdóttir, kynningastjóri Árnastofnunar og fyrrum fjölmiðlakona, hefur sérstakt dálæti á níundu holu á Nesvelli á Seltjarnarnesi.

Eva María fór í gegnum sína uppáhaldsholu í þættinum Golfaranum á Stöð 2. Hún er nokkuð varfær golfari og fer holuna skynsamlega.

„Ég er raunsær golfari. Ég er brennt barn og hef oft farið illa á þessari holu, þess vegna á hún svona mikinn stað í mér,“ sagði Eva María.

Eva smitaðist af golfbakteríunni þegar hún kynntist manni sem hafði mikinn áhuga á golfi og golfið varð að þeirra fjölskylduíþrótt.

Hún segist hafa verið með smá fordóma í garð golfsins áður en hún byrjaði.

„Já, ég var uppfull af fordómum. Ég hélt þetta væri frekar snobbað og leiðinlegt en núna finnst mér þetta mjög alþýðlegt og skemmtilegt,“ sagði Eva.

„Ég hélt þetta væri meiri íþrótt, en mér finnst þetta svo mikil hugarleikfimi og þetta höfðar svo til mín.“

För Evu í gegnum níundu holuna má sjá í spilaranum hér að ofan, en Golfarinn er á dagskrá á Stöð 2 á þriðjudögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×