Lífið

Segir hátt­settan mann innan tón­listar­iðnaðarins hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi

Sylvía Hall skrifar
AlunaGeorge hefur gefið út þónokkra smelli á undanförnum árum. Hún segir tónlistarbransann þó ekki hafa aðlagast breyttum tímum.
AlunaGeorge hefur gefið út þónokkra smelli á undanförnum árum. Hún segir tónlistarbransann þó ekki hafa aðlagast breyttum tímum. Vísir/Getty
Söngkona Alune Francis, betur þekkt sem AlunaGeorge, greinir frá því í BBC hlaðvarpinu The Next Episode að maður sem er mikilsvertur innan tónlistariðnaðarins hafi leitað á henni innanklæða, afklætt hana og reynt að þvinga hana í að veita sér munnmök.Hún segist hafa þekkt manninn vel en þegar hann fór að leita á hana var eins og hann yrði að annarri manneskju. Hegðun hans hafi orðið allt önnur og mun verri.„Ég sagði: Allt í lagi vinur, róaðu þig niður. Vinsamlegast taktu hendurnar úr buxunum mínum,“ segir Francis en þrátt fyrir mótmæli hennar hafi hann ekki hætt heldur þvert á móti gengið harðar á hana.„Það síðasta sem gerðist áður en ég náði að koma mér út var að hann hélt mér niðri og hafði tekið niður um sig buxurnar.“Hún gefur ekki upp nafn mannsins þar sem hún sér ekki að hún muni græða neitt á því. Hins vegar segir hún þetta vera skýrt dæmi um að #MeToo hreyfingin hafi ekki náð til tónlistariðnaðarins líkt og hún hefur náð til kvikmyndaiðnaðarins.„MeToo hreyfingin hefur varla snert tónlistarbransann,“ segir Francis sem segir iðnaðinn vera óþrifabæli þar sem slæm hegðun þrífst eftirlitslaust.„Ef kona vill vera örugg, þá er það undir henni komið að sjá um það og velja af kostgæfni hvort hún sé tilbúin til þess að taka áhættur fyrir feril sinn eða vera örugg og missa af tækifærum.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.