Golf

Valdís Þóra upp um tólf sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra lék á einu höggi undir pari í nótt.
Valdís Þóra lék á einu höggi undir pari í nótt. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um tólf sæti fyrir lokahringinn á taílenska meistaramótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís lék þriðja hringinn í nótt á einu höggi undir pari. Það var hennar besti hringur á mótinu.

Skagakonan fékk fjóra fugla og þrjá skolla á þriðja hringnum og spilamennskan í nótt skilaði henni upp um tólf sæti, úr því 49. og í það 37.

Valdís er samtals á tveimur höggum yfir pari. Hún lék fyrsta hringinn á pari vallarins og annan hringinn á þremur höggum yfir pari. Það dugði henni til að komast í gegnum niðurskurðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.