Golf

Upp um 907 sæti á heimslistanum og Áskorendamótaröðin innan seilingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár.
Guðmundur Ágúst hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár. Mynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur farið upp um 907 sæti á heimslistanum á síðustu mánuðum. Þá er hann nálægt því að tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni.
Guðmundur hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár og er annar á stigalista mótaraðarinnar á eftir Svíanum Fredrik Niléhn.
„Topparnir hafa verið meiri. Í fyrra var þetta oft mjög svipað og ég var oft á meðal 20 efstu. En það gerir ekki mikið fyrir mann,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.
Ef Guðmundur vinnur eitt mót í viðbót á Norðurlandamótaröðinni öðlast hann þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.
„Þá fæ ég að vera á Áskorendamótaröðinni það sem eftir lifir þessa árs og allt næsta ár. Það væri mjög mikilvægt að ná einum sigri í viðbót og fara upp á næsta stig,“ sagði Guðmundur sem var í 1656. sæti heimslistans í lok síðasta árs. Nú er hann í 749. sæti.
„Á Áskorendamótaröðinni eru betri leikmenn, hærra verðlaunafé og tækifæri til að komast inn á Evrópumótaröðina. Efstu 15 komast þangað,“ sagði Guðmundur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið á næstunni. Þá verður hann á meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í golfi í byrjun ágúst.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.