Uppgjör: Hamilton einfaldlega í annarri deild Bragi Þórðarson skrifar 23. júní 2019 22:00 Lewis Hamilton hefur verið í algjörum sérflokki í Formúlu 1 í ár. vísir/getty Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina. Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00