Golf

Saga Íslandsmeistari í fyrsta sinn og Rúnar varði titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Saga og Rúnar með verðlaunagripina.
Saga og Rúnar með verðlaunagripina. mynd/seth@golf.is

Saga Traustadóttir, GR, og Rúnar Arnórsson, GK, eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2019.

Þau hrósuðu sigri á Securitas-mótinu sem lauk á Garðavelli á Akranesi í dag. Alls tóku 32 karlar og 23 konur þátt.

Í úrslitaleiknum í kvennaflokki sigraði Saga Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, eftir bráðabana. Saga vann þarna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í holukeppni.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur, GHD, í leiknum um 3. sætið, 5/4.

Rúnar sigraði Ólaf Björn Loftsson, GKG, í úrslitaleiknum í karlaflokki, 3/2. Rúnar varð þar með Íslandsmeistari annað árið í röð.

Í leiknum um 3. sætið vann Jóhannes Guðmundsson samherja sinn úr GR, Arnór Inga Finnbjörnsson, eftir bráðabana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.