Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson skrifar 23. júní 2019 08:00 Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun