Ráku fyrrverandi bankastjórann fyrir að ofrukka viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:03 Danske bank hefur átt í vök að verjast undanfarið. Hann er sakaður um að hafa þvættað um 200 milljarða evra í gegnum útibú sitt í Eistlandi. Vísir/EPA Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent