Við gegn þeim Haukur Örn Birgisson skrifar 25. júní 2019 08:00 Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar