Golf

Fór golfholu í fyrsta skipti síðan 1984

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður var byrjandi vikunnar í þættinum Golfarinn á Stöð 2.

„Ég prófaði golf einu sinni 1984 og ákvað þá að þetta væri ekki fyrir mig,“ sagði Ragnheiður Elín í þætti kvöldsins.

Ragnheiður fékk grunnkennslu í golfi og var henni svo fleygt í djúpu laugina og látin spila holu á Leirdalsvelli.

Það tók þó nokkuð fleiri högg að koma boltanum ofan í holuna en ætlast er til á pari vallarins, en hún fór þó ofan í að lokum. Varð þessi tilraun til þess að Ragnheiður ætlar að hella sér út í golfið?

„Það þarf rosalega mikið til eftir þetta,“ sagði Ragnheiður. „Ég var ekki vongóð um að ég væri náttúrutalent og mér fannst koma berlega í ljós að ég er það ekki.“

Golfarinn er í umsjón Hlyns Sigurðssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur og er á dagskrá á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.