Golf

Tiger laus undan kæru í Flórída

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Barþjónn á veitingastað í Flórída, sem ber nafn Tiger Woods, lést í slysi í desember. Tiger var einn þeirra sem átti að sækja til saka í bótamáli tengdu slysinu.

Bótamálið er enn í fullum gangi hjá foreldrum þess látna. Það er nú gegn veitingastaðnum, sem heitir The Woods Jupiter, og rekstrarstjóra þess sem er unnusta Tigers.

Fram hefur komið að það sé rangt að Tiger eigi veitingastaðinn þó svo hann eigi hluta í honum. Því sé ómögulegt að fara í mál gegn kylfingnum. Nafn hans hefur því verið fjarlægt úr kærunni.

Hinn látni var ofurölvi er hann lenti í bílslysi. Hann hafði setið að sumbli á veitingastaðnum eftir að vakt hans lauk. Eftir það settist hann upp í bíl og keyrði heim.

Foreldrar hins látna segja að sonur þeirra hafi verið áfengissjúklingur og veitingastaðurinn hefði ekki átt að selja syni þeirra áfenga drykki þar til hann varð ofurölvi.


Tengdar fréttir

Woods kærður vegna andláts starfsmanns hans

Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×