Enski boltinn

Gylfi og félagar fá liðsstyrk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomes er kominn til Englands fyrir fullt og allt.
Gomes er kominn til Englands fyrir fullt og allt. vísir/getty

Everton hefur skrifað undir samning við André Gomes um að leika með liðinu næstu fimm árin en Spánverjinn kemur frá Barcelona.

Gomes lék með Everton við góðan orðstír á síðustu leiktíð en þá lék hann sem lánsmaður frá spænska félaginu.

Hann hreif forráðamenn Everton það mikið að nú hafa þeir ákveðið að kaupa hann en hann lék með liðinu í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Hann skoraði eitt mark og það var glæsilegt.

Everton endaði í áttunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en Gylfi Þór Sigurðsson var einn besti leikmaður liðsins á leiktíðinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.