Handbolti

HK fær skyttu frá Georgíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dikhaminjia er kominn í Handknattleiksfélag Kópavogs.
Dikhaminjia er kominn í Handknattleiksfélag Kópavogs. mynd/HK

Nýliðar HK í Olís-deild karla tilkynntu í dag að félagið væri búið að semja við landsliðsmann frá Georgíu.

Sá heitir Giorgi Dikhaminjia og er örvhent skytta. Hann er 22 ára gamall og hefur verið fastamaður í landsliði Georgíu síðustu tvö ár.

Landslið Georgíu er ekki hátt skrifað en það komst ekki upp úr forkeppni fyrir riðlakeppnina um að komast á EM 2020. Georgía steinlá þá gegn Lúxembúrg og Ítalíu. Dikhaminjia skoraði þá fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sitt lið.

Hann verður mættur í búning HK er Olís-deild karla rúllar af stað þann 8. september næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.