Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 12:06 E. Jean Carroll segir að Trump hafi þröngvað sér upp á sig í fataklefa í stórverslun í New York um miðjan tíunda áratuginn. AP/Craig Ruttle Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent