Viðskipti innlent

Kleinu­hringja­keðjan Krispy Kreme kveður Ís­land

Sylvía Hall skrifar
Íslendingar hafa nú þrjá mánuði til þess að gæða sér á Krispy Kreme áður en keðjan kveður landann.
Íslendingar hafa nú þrjá mánuði til þess að gæða sér á Krispy Kreme áður en keðjan kveður landann.

Alþjóðlega kleinhringjakeðjan Krispy Kreme hefur ákveðið í samráði við Hagkaup að hætta starfsemi sinni hér á landi. Rekstrarstjóri fyrirtækisins á Íslandi segir ákvörðunina vera þungbæra.

Krispy Kreme opnaði hér á landi í nóvember árið 2016 og var Ísland fyrsta Norðurlandaþjóðin sem opnaði útibú. Eru útibúin nú þrjú talsins, í Kringlunni, Skeifunni og Smáralind.

Kaffihús Krispy Kreme í Kringlunni og Skeifunni munu loka þann 1. júlí, strax eftir helgi, og í Smáralind þann 1. október næstkomandi. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hár framleiðslukostnaður og of lítill markaður.

„Langflestir hafa unnið með okkur frá því við opnuðum í nóvember 2016 og staðið sig alveg frábærlega. Þau eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ er haft eftir Viðari Brink rekstrarstjóra í fréttatilkynningu, og segist hann sjaldan hafa kynnst eins duglegu og samviskusamlegu fólki á sínum ferli.

Þetta hefur verið erfitt ár fyrir kleinuhringjaunnendur þessa lands en síðasta sölustað Dunkin‘ Donuts hér á landi var lokað um áramót eftir þriggja ára rekstur hérlendis. Spilaði þar einnig hár framleiðslukostnaður inn í.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.