Raketta án priks Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun